more from
Ægisbraut Records
We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Haltu kjafti, ég hef það f​í​nt

by Gaddavír

/
  • Streaming + Download

    Includes high-quality download in MP3, FLAC and more. Paying supporters also get unlimited streaming via the free Bandcamp app.
    Purchasable with gift card

      name your price

     

1.
Farinn 00:38
Partýið er löngu búið og ég ligg í minni eigin ælu. Ég veit ekki hvar ég er og veit ekki hvort ég muni vakna á morgun. Ég er svo fokking farinn. Ég get ekki andað.
2.
Naðra 02:24
Það er mér heiður að vera óvinur þinn. Mér býður samt við það að þurfa að þekkja þig Gjörðir þínar hafa haft þær afleiðingar Að enginn mun nokkurntímann treysta þér framar þú heldur að allt sem þú gerðir sé réttlætanlegt þú ert fullur af skít þú heldur að reglurnar gildi um alla aðra en sjálfan þig, éttu skít Af hverju hélst þú að þú myndir komast upp með þetta? þú ert fullur af skít Ég veit ekki hvers vegna ég trúði þér nokkurntímann. Ég vildi óska ég hafði séð þetta fyrr, Það að þú værir með meingallað siðferði En þú ert Naðra, þú blekktir mig og aðra Þegar þú talaðir gegn öllu sem þú sjálfur gerðir. Ég vona að ég sjái þig aldrei framar Þú ert Naðra Ég vona að þér líði ömurlega Þú ert Naðra Þú heldur áfram Að grafa þig í holu. Hvað ætlar þú að gera í því? Ekki þykjast vera alveg sama Á meðan þú vorkennir þér.
3.
Hvar ertu nú? og hvað ertu að gera? Ég man þegar við virtumst vera stærsta Ógnin gagnvart þessum bæ í ykkar augum. Reykjandi, drekkandi og það var eins gott að þið eltust við okkur og áreittuð okkur. Annars væruð þið ekki með hetjusögur Til að segja vinum og fjölskyldum ykkar og þannig búa til tálmynd af gagnsemi ykkar Þú varst aldrei neitt. Þú áreittir samt Og aldrei vorum við alvöru ógn Þú varst aldrei neitt Þú áreittir samt Og aldrei vorum við alvöru ógn Þegar ég sé rauð og blá ljós Á merktum bíl lögreglunnar Fyllist ég af ótta því ég veit ekki Við hverju ég á svosem að búast. (Starf þitt er að vernda okkur frá ógnum. En hvað ef stærsta ógnin sért bara þú? Þú varst aldrei neitt) Þú heldur að þú sért hetja en þú varst aldrei neitt.
4.
Flóttinn 02:29
Þegar veröldin virðist vera að hrynja og tilgangsleysi lífsins virðist augljós. Þá fæ ég löngun til að komast í burtu, breyta hugarástandið og kvelja mína vitund. Eymdin hverfur og alsæla tekur við. Það eina sem ég vil er meira og meira. Ég vil að heili minn dofni og rotni Svo heimskur að ég get varla talað Ég vil missa öll tengsl við raunveruleikann Svo skakkur að ég get varla staðið Sopa eftir sopa, ég hef fundið það skána. Ég hef saknað það svo að vera hamingjusamur. Þó að gleðin sé tímabundin er það betra en að vera fastur í hinum raunverulega heimi. Ég veit samt ekki hvaða leið er rétt að fara. Ætli ég muni komast á réttan farveg? Flóttinn er eina leiðin sem ég þekki Flóttinn er eina leiðin sem ég þekki. Hvað ætlaru að vera lengi í pásu? Við höfum aldrei dottið í það saman. Heldurðu að þú sért betri en ég? Þú ert ekki skemmtilegur lengur. Þegar þú ert orðinn gamall munt þú sjá eftir því að hafa ekki djammað á meðan þú hafðir orkuna í það.
5.
Ég hef enga stjórn á hvernig hugur minn ofhugsar allt. Mér líður eins og ég sé að kafna úr Vonleysi. Gráu skýjin fyrir ofan hafa alltaf verið til staðar. Þau munu aldrei fara, þau verða bara dekkri. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að deyja einn Tómið virðist betra en stanslaust áreiti. Daglegt líf er vél sem rennur á hamingju Ég finn hvernig það er að renna út. Ég átti betri daga þegar ég var yngri Ég er hræddur um að það gerist aldrei aftur Ég sé ekki aðra lausn en að enda þetta allt Sólin hefur sest og mun aldrei rísa Það sem er gert er búið og gert Nóttin gleypir alla á endanum hvort eð er Hvað annað get ég gert til að þú sjáir? Þið munuð sjá eftir öllu eftir að ég er farinn.
6.
Kveðja 05:04
Svo ég gerði mér aldrei grein fyrir því Að ég myndi aldrei hitta þig á ný. Eftirsjáin er óbærileg, ég get ekki hugsað um annað en hvernig ég hugsaði bara um mig og hunsaði þér eins og óklárað verk. En þegar öllu er á botnin hvolft og endirinn er nær þá mætum við öll sömu örlög. Ekkert endist Allt tekur enda Hausinn í móðu, líkaminn máttlaus Lífið er stutt en sorgin er löng Ekkert endist Allt tekur enda Öll þessi ár hafa liðið eins og sekúndubrot. Allt sem skipti mér máli virðist farið á brott.. Allt sem ég reyndi að halda í eru einungis sandkorn í eyðimörk. Ég get ekki áttað mig á hvað skiptir máli eftir allt saman. En stundum er það dauðinn sem gerir okkur frjáls. Hugmyndin um eitthvað meira er blekking. Við öskrum öll sem eitt Það verður engu breytt When I close my eyes I can see your face Without you here Nothing will be the same Cursing time We hope for grace Our day will come Nothing will be the same
7.
Ég hélt alltaf að ég væri gagnslaus Sjálfsefasemdin tók yfir og sýndi enga miskunn. Ég stóð alltaf í þeirri trú að ég næði aldrei langt í lífinu Satt að segja sá ég ekki alltaf fyrir mér líf eftir tvítugt og í rauninni var mér oftast alveg sama. Þú gast aldrei sagt neitt Þegar ég var augljóslega á röngum vegi. Ég gat sagt neitt Þegar tímarnir voru sem verstir. Mér var alveg sama Hvernig lífið mitt myndi verða eftir framhaldsskóla Mér var alveg sama Þó að ég myndi það myndi ekkert úr mér verða. Grafðu mig Í eymd og volæði Á meðan ég reyni að bæla þessa bræði Hvað veist þú um að telja dagana þar til öllu er lokið? Hvað veist þú um að vera ómeðvitaður um eigið geðveiki?
8.
Auðn 02:35
Skógareldar og iðnaður Skilur einungis eftir sviðna jörð. Græðgi og draumórar Skilar engu af sér. Tíminn er að renna út. Við erfum ekki neitt. Súrir karlar og súrnun hafs Verður ekki breytt. Lífríki deyr og verður að engu. Það er erfitt að eiga von. Ættum við að halda áfram að vera til?
9.
Ég finn hvernig andardrátturinn minn verður þyngri og þyngri. Hugsanir mínar þrýsta mig niður og ég get ekki staðið upp. Ég get ekki hreyft mig. Ég get ekki hugsað skýrt. Ég vona að þetta muni einhvern tímann taka sér enda. Allt sem ég hef gert rangt og allt sem gæti farið úrskeiðis er steinn sem dregur mig niður og mér líður eins og ég sé að drukkna. Allt sem ég gerði og allt sem ég upplifði leiddi mér upp að þessu augnabliki. Ég get ekki hreyft mig, ég get hugsað, ég vill ekki heldur að þú skiptir þér af mér.
10.
Frá því ég man eftir mér Hefur það verið eins og hugur minn væri hannaður til að hata sjálfan mig. En samthannaður til að bæla allt niður . Drullu sama um hvað öðrum finnst, drullu sama um hvað aðrir segja. Ég græt seinna því ég ætla til sála á eftir, dey seinna því ég fer á tónleika í kvöld. Haltu kjafti, ég hef það fínt Af hverju ætti ég að hlusta á þig? Haltu kjafti, ég hef það fínt Þú heldur að þú þekkir mig, en þú veist ekki neitt Ég hélt að allt myndi lagast ef ég myndi bara hætta að drekka. Í staðinn komst ég að því hvað ég væri í rauninni fokked. Ég fæ ógeð á því að vera vanafastur en ég höndla ekki breytingar. Mér líður ekki vel neins staðar til lengri tíma. Ég vil ekki verða eins og þú. Ekki segja mér hvernig ég á að hugsa ef þú ert ekki sálfræðingur. Ekki segja mér hvernig ég á að láta ef þú hefur ekki verið í mínum sporum. Ekki segja mér að allt sé vonlaust ef þú varpar ábyrgðina á alla aðra. Þó að lífið sé tilgangslaust þýðir það ekki að það þurfi að vera leiðinlegt.

credits

released April 9, 2022

Recorded by Leifur Örn Kaldal Eiríksson
Mixed and mastered by Helgi Durhuus
Guest vocals on “Naðra” by James Frederick Frigge
Guest vocals on “Kveðja” by Greg Bennick

Crowd and choir vocals on “Heimabæjarhetja”, “Kveðja”, and “Haltu kjafti, ég hef það fínt” by:
Karó, Fríða and Hrafnhildur from GRÓA
Ölli and Villi from Korter í flog
Jói from Skoffín
Birkir Fjalar Viðarsson and Ægir Freyr Birgisson

license

all rights reserved

tags

about

Gaddavír Akranes, Iceland

contact / help

Contact Gaddavír

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Gaddavír, you may also like: